Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki útlit fyrir áramótabrennu í Reykjanesbæ
Mánudagur 28. desember 2009 kl. 13:02

Ekki útlit fyrir áramótabrennu í Reykjanesbæ


Áramótabrennur verða með hefðbundnu sniði í flestum sveitarfélögum Suðurnesja á gamlárskvöld. Enginn hefur sótt um leyfi fyrir áramótabrennu í Reykjanesbæ, samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja, sem annast leyfisveitingar. Það er því ekki útlit fyrir áramótabrennu í stærsta sveitarfélaginu.

Í Sandgerði
verður tendrað í brennunni kl. 20:00 sunnan við íþróttasvæðið, á sama stað og verið hefur. Björgunarsveitin Sigurvon verður með flugeldasýningu upp úr kl. 20:30.

Í Vogum verður kveikt í brennu kl. 20:00 aftan við Íþróttahúsið á sama stað og verið hefur og er hún á vegum Björgunarveitarinnar Skyggnis.

Í Garði
verður brenna á gamla malarvellinum við Sandgerðisveg kl. 20:30 en hún verður í umsjón Björgunarsveitarinnar Ægis. Flugeldasýning verður í boði sveitarfélagsins Garðs kl. 21:00

Í Grindavík
verður brenna út í Bót, á sama stað og venjulega. Tendrað verður í brennunni kl. 20:30.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd - Áramótabrenna í Grindavík.