Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Ekki unnið eftir skýrslu um aðgengismál“
Arnar Helgi við aðstöðu júdódeidarinnar við Iðavelli.
Miðvikudagur 1. apríl 2015 kl. 16:00

„Ekki unnið eftir skýrslu um aðgengismál“

Arnar Helgi ekki sáttur við svör frá umhverfis- og skipulagssviði.

„Gott að heyra að það á að laga aðgengi að Innileikjagarðinum. En hvað með alla hina staðina? Öll betri sveitarfélög sem eru í svipaðri stöðu eru með áætlanir um hvernig og hvar eigi að bæta aðgengi, t.d. með ferlinefnd en það er ekkert slíkt í Reykjanesbæ,“ segir Arnar Helgi Lárusson, sem í frétt í Víkurfréttum í dag gagnrýnir slæmt aðgengi á stöðum á vegum Íþrótta- og tómustundaráðs.  

Arnar Helgi segist hins vegar lítið fyrir svör Guðlaugs H. Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs. „Þessar 23 milljónir sem Guðlaugur talar um er í stærstum hluta viðhaldskostnaður í skólum hér í Reykjanesbæ. T.a.m voru settar nýjar rennihurðir í eitthvað af skólunum þar sem hurðirnar voru eitthvað gallaðar en algjörlega aðgengilegar. Þarna er verið að koma viðhaldskostnaði inn í aðgengismálin til þess að líta betur út á blaði.“  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ekki unnið eftir skýrslu

Hvað varðar Gott aðgengi ehf þá segist Arnar Helgi vera í mjög góðu samstarfi við Hörpu Ciliu Ingólfsdóttir, verkfræðing hjá þeim. „Ég veit því vel að þegar hún var fengin í að taka út aðgengismálin í Reykjanesbæ þá var það Reykjanesbær sem valdi þá staði sem voru teknir út. T.d þegar 88 Húsið var skoðað þá var henni sagt að þetta væri aðeins bráðabirgðahúsnæði sem Reykjanesbær væri að leigja. Stuttu seinna kaupir Reykjanesbær húsið sem framtíðarfélagsmiðstöð en ekkert hefur verið gert til að laga aðgengið.“ Og ef skýrslan sé skoðuð enn betur þá var Harpa einnig fengin til að taka út Duus húsin sem fengu góða umsögn en aldrei kom fram að það ætti eftir að koma sýningarsalur sem nú er búið að opna og er algjörlega óaðgengilegur. Það er því algjör peninga- og tímasóun að eyða í skýrslu sem ekki á að vinna eftir. Menn sem starfa á skipulagssviði ættu að prufa að setja sig í spor annarra og spyrja sjálfa sig hvað þeir myndu sætta sig við,“ segir Arnar Helgi.