Ekki til fyrirmyndar
Ungir menn á vélfákum sem stunda nám við Njarðvíkurskóla hafa nýtt fáka sína til að fara í bakaríið í frímínútum í skólanum. Heyra má í vélfákunum langar leiðir, enda virðast þeir á stundum vera lítið annað en hávaðinn. Það þýðir hins vegar lítið að láta hávaða í vélfákunum pirra sig. Hins vegar má gera athugasemd við það að farþegar séu hafðir með á hjólunum og að þeir séu hjálmlausir að auki. Þetta framferði í umferðinni er ekki til fyrirmyndar.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson