Ekki þarf leyfi nágranna fyrir hænum
Ekki er gerð krafa um samþykki aðliggjandi lóða í samþykkt um hænsnahald sem nýlega var samþykkt í Grindavík.
Tillaga að samþykkt um hænsnahald í Grindavík lögð fram í skipulagsnefnd á dögunum, sem hefur samþykkt samþykktina og vísaði til afgreiðslu bæjarstjórnar, með þeirri breytingu að ekki er gerð krafa um samþykki aðliggjandi lóða. Bæjarstjórn samþykkti svo samhljóða samþykktina með sömu breytingu og skipulagsnefnd.