Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki stóráfall fyrir Spkef ef Sparisjóðabankinn fellur
Miðvikudagur 29. október 2008 kl. 10:59

Ekki stóráfall fyrir Spkef ef Sparisjóðabankinn fellur



Sparisjóðabankinn, áður Icebank, fær að öllum líkindum frest frá Seðlabankanum til að setja fram rúmlega 60 milljarða kr. í auknum veðum til Seðlabankans. Lokadagur til að setja fram veðin er í dag, miðvikudag.
Sparisjóðurinn í Keflavík á um 20% hlut  í Sparisjóðabankanum. Viðmælendur VF segja að ef Sparisjóðabankinn falli verði það ekki stóráfall fyrir Spkef þar sem hann hafi verið búinn að afskrifa helming þess hlutafjár sem hann á í bankanum. Jafnframt hafi allt hlutafé í Exista verið afskrifað áður en kom til nýlegra aðgerða til bjargar Spkef.
Þá er einnig horft til þess að ríkisvaldið á ennþá eftir að nýta þær heimildir sem settar voru fram í neyðarlögunum til bjargar sparisjóðunum. Þrátt fyrir að SpKef tapi af eignarhlutum sínum í öðrum fjámálafyrirtækjum hafi það mikil ekki áhrif á eiginfjárstöðuna
Spkef ætti því að vera kominn á nokkuð lygnan sjó, segja viðmælendur VF, en bankinn átti við mikinn lausafjárvanda að stríða fyrir skemmstu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024