Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Ekki samstaða um ráðningu nýs bæjarstjóra
Föstudagur 27. júlí 2018 kl. 10:30

Ekki samstaða um ráðningu nýs bæjarstjóra

Nýr bæjarstjóri verður senn ráðinn í Grindavík en samkvæmt heimildum Víkurfrétta eru fimm sem koma til greina og eru þeir í viðtalsferli vegna ráðningarinnar en það er ráðninga- og ráðgjafafyrirtækið Hagvangur sem heldur utan um ráðningarferlið.

Töluverð umræða hefur skapast í kringum ráðningarferlið og sendi Rödd Unga fólksins, nýr flokkur í bæjarstjórn Grindavíkur frá sér tilkynningu á dögunum vegna málsins. Þar kemur meðal annars fram að einungis þeir sem hafa atkvæðisrétt í bæjarráði muni vera með í ráðningarferlinu með nýjan bæjarstjóra sem eru tveir fulltrúar meirihlutans, oddvitar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem og einn fulltrúi minnihlutans sem er oddviti Raddar unga fólksins.

Public deli
Public deli

Einnig er sú spurning lögð fram hvort það sé nú þegar búið að ákveða hver næsti bæjarstjóri verður og hvort það sé verið að láta bæinn borga fyrir pólitíska leiki að hálfu meirihlutans.

Hér að neðan má lesa pistilinn frá Rödd unga fólksins.