Fréttir

Ekki ráðin til að verja það sem gerst hefur
Föstudagur 8. september 2017 kl. 11:28

Ekki ráðin til að verja það sem gerst hefur

„Ég er ekki ráðin til að verja það sem gerst hefur heldur að aðstoða við upplýsingamiðlun. Það er engum til hagsbóta að hafa verksmiðjuna í núverandi ástandi eða verja þau mistök sem gerð voru i upphafi,“ segir Karen Kjartansdóttir, nýr talsmaður kísilvers United Silicon í samtali við Víkurfréttir.

Karen segist meðvituð um viðhorf íbúa á svæðinu gagnvart kísilverinu. „Ég skil vel að þolinmæði íbúa sé á þrotum. Hjá stjórn félagsins er ríkur vilji að ráðist verði í nauðsynlegar úrbætur, tæknimálin eru í forgangi því það verður að finna lausn sem íbúar sætta sig við. Þá þarf að greiða úr upplýsingum. Fyrirtækið er nú í greiðslustöðvun og fjöldi spurninga sem almenningur og fjölmargir aðrir aðilar vilja fá svör við. Ég mun gera mitt besta við að greiða úr þeim málum.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Karen segir málið flókið og að ljóst sé að hagsmunir verksmiðjunnar verði ekki tryggðir nema hagsmunir íbúa á svæðinu séu það einnig. „Þetta er sameiginlegt úrlausnarefni fjölmargra aðila og mikil vinna framundan.“