Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 14. febrúar 2000 kl. 16:06

Ekki næg áhersla á ferðamálin í Grindavík

Fulltrúar D-listans í bæjarstjórn Grindavíkur telja að ekki hafi verið lögð nægileg áhersla á ferðmál í fjáhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir árið 2000, eins og samstaða hafi verið um í upphafi kjörtímabilsins. Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar 12. janúar s.l.D-listinn fagnar þó ráðningu ferðamálafulltrúa, sem gengið var frá á síðasta ári, en bendir á að leggja þurfi í mikla undirbúningsvinnu vegna nýs vegar sem á að leggja vestan Þorbjarnar, frá Blá lóninu og til Grindavíkur. Í bókun þeirra segir m.a. „Við Grindvíkingar þurfum að vinna okkar heimavinnu og vera tilbúnir að taka á móti ferðafólki með skipulegum hætti.“ Fulltrúar D-lista leggja jafnframt áherslu á að framkvæmdir við Sjómannagarðinn og Safnhús megi alls ekki dragast lengur því þar liggi möguleikar bæjarins fyrst og fremst. Meirihluti bæjarstjórnar, þ.e. fulltrúar J- og B-lista, lagði einnig fram bókun varðandi fjárlög til ferðamála. Þar segir að frestun framkvæmda á Sjómannagarðinu hafi orðið vegna þess að verið sé að skoða stærri og sértækari aðgerðir vegna ferðaþjónustu, t.d. staðsetningu á byggðasafni með sérstakri saltfiskdeild.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024