Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki með kórónuveiruna
Baldvin Njálsson GK. Mynd af vef útgerðarinnar.
Föstudagur 4. desember 2020 kl. 11:16

Ekki með kórónuveiruna

Skipverji á togaranum Baldvin Njálssyni GK frá Garði reyndist ekki smitaður af kórónuveirunni. Skipinu var siglt til hafnar í Hafnarfirði eftir að skipverjinn veiktist um borð en skipið var þá við Vestfirði og var í vari un dir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi.

Eftir að skipverjinn veiktist um borð var hann settur í sóttkví og eftir samráð við Landhelgisgæsluna var skipinu siglt til Hafnarfjarðar, þar sem ófært var frá Ísafirði og erfitt að koma sýni til kannsóknar þaðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir að niðurstaða fékkst um að skipverjinn væri ekki með kórónuveiruna var skipið aftur sent á sjó.