Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ekki langt að leita eftir hvölum
Miðvikudagur 6. júlí 2005 kl. 12:18

Ekki langt að leita eftir hvölum

Hnúfubakar og Hrefna sáust í smábátahöfninni og í gömlu höfninni í Reykjanesbæ í morgun mörgum til mikillar ánægju enda safnaðist nokkur fjöldi til að fylgjast með ferðum þeirra. Hvalaskoðunar fyrirtækið Moby Dick þurfti ekki að fara langt með ferðamenn sína í morgun og sigldi rétt við smábátahöfnina.

Hnúfubakurinn var orðinn mjög sjaldgæfur við Íslandsstrendur eftir ofveiði Norðmanna og hann hefur verið friðaður frá 1955. Hrefnur eru hinsvegar algengar hér við land.

Hnúfubak fer nú fjölgandi og að sögn Þorvalds Gunnlaugssonar hjá Hafró þeim hefur fjölgað um 10% ár hvert eftir friðun.

Hnúfubakar eru tiltölulega algeng sjón í hvalaskoðunarferðum víða um land og talið er að stofninn telji um 10 til 20 þúsund dýr.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024