Ekki kostnaður, vesen og vandræði!
Verkefni Staðardagskrár 21 á Íslandi var kynnt fyrir fundargestum á 24. aðalfundi SSS um síðustu helgi. Staðardagskrá 21 er stefna sem sveitarfélög eru hvött til að móta sér í umhverfis-, efnahags og félagsmálum. Reykjanesbær hefur staðið framarlega hvað varðar málefni Staðardagskrár 21 og lýsti verkefnisstjóri verkefnisins á landsvísu ánægju með stöðuna hér.
Stefán Gíslason, verkefnisstjóri verkefnisins hér á landi kynnti verkefnið og stöðu þess hér á landi. Hann var ánægður með viðtökur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar en bærinn hefur tekið þátt í verkefninu frá því í febrúar 1999. Reykjanesbær og Vatnsleysustrandarhreppur eru meðal þeirra 20 sveitfélaga sem hafa undirritað svo kallaða Ólafsvíkuryfirlýsingu. Stefán sagði það kjörið tækifæri fyrir sveitarfélög á Suðurnesjum að skkapa sér ímynd og sérstöðu með Staðardagskrá 21. Kjartan Már Kjartansson, formaður stýrihóps verkefnisins í Reykjanesbæ kynnti síðan stöðu mála þar og hvernig vinnan við verkefnið hafi gengið.
„Markmið Staðardagskrár í Reykjanesbæ er að skapa sjálfbært samfélag“, sagði Kjartán Már en mesta áherslan hefur verið lögð á frágang holræsa, sorphirða, -endurvinnsla og urðun sé sem umhverfisvænst og hagstæðust. Þá hefur verið lagt áherslu á að gæði neysluvatns séu athuguð reglulega og komið í veg fyrir náttúrumengun auk þess sem áhersla hefur verið lögð á verndun náttúru og menningarminja. Auk Kjartan sitja í stýrihópnum þau Björk Guðjónsdóttir og Ólafur Thordersen. Reynt hefur verið að halda kostnaði við verkefnið í lágmarki en einn starfsmaður sinnir verkefninu, Jóhan D. Jónsson, ferðmálafulltrúi sem sinnir verkum Staðardagskrár 21 samhliða störfum ferðamálafulltrúa. Reynt hefur verið eftir fremst megni að fá íbúa svæðisins til að taka þátt í verkefninu en nýlega var ákveðið að Reykjanesbær yrði þátttakandi í Vistvernd í verki þar sem heimilin eru hvött til að taka upp sína eigin umhverfisstefnu. „Fólk heldur oft að Staðardagskrá 21 boði ekkert annað en kostnað, vesen og vandræði en það er ekki rétt. Þetta er skemmtilegt verkefni og skiptir sífelld meira máli við staðarval einstaklinga og fyrirtækja“, sagði Kjartan Már.
Fundargestir tóku vel undir í umræðum um Staðardagskrá 21 og kom Ellert Eiríksson með skemmtilegar líkingar og sögur úr daglegu lífi máli sínu til stuðnings. Talað var um að sveitarstjórnir tæku saman yfirlit yfir sk. gærnar lykiltölur þar sem losun ýmissa eiturefna út í andrúmsloftið er mæld auk þess sem fylgst er með orkunotkun sveitfélagsins sem stofnunar.
Stefán Gíslason, verkefnisstjóri verkefnisins hér á landi kynnti verkefnið og stöðu þess hér á landi. Hann var ánægður með viðtökur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar en bærinn hefur tekið þátt í verkefninu frá því í febrúar 1999. Reykjanesbær og Vatnsleysustrandarhreppur eru meðal þeirra 20 sveitfélaga sem hafa undirritað svo kallaða Ólafsvíkuryfirlýsingu. Stefán sagði það kjörið tækifæri fyrir sveitarfélög á Suðurnesjum að skkapa sér ímynd og sérstöðu með Staðardagskrá 21. Kjartan Már Kjartansson, formaður stýrihóps verkefnisins í Reykjanesbæ kynnti síðan stöðu mála þar og hvernig vinnan við verkefnið hafi gengið.
„Markmið Staðardagskrár í Reykjanesbæ er að skapa sjálfbært samfélag“, sagði Kjartán Már en mesta áherslan hefur verið lögð á frágang holræsa, sorphirða, -endurvinnsla og urðun sé sem umhverfisvænst og hagstæðust. Þá hefur verið lagt áherslu á að gæði neysluvatns séu athuguð reglulega og komið í veg fyrir náttúrumengun auk þess sem áhersla hefur verið lögð á verndun náttúru og menningarminja. Auk Kjartan sitja í stýrihópnum þau Björk Guðjónsdóttir og Ólafur Thordersen. Reynt hefur verið að halda kostnaði við verkefnið í lágmarki en einn starfsmaður sinnir verkefninu, Jóhan D. Jónsson, ferðmálafulltrúi sem sinnir verkum Staðardagskrár 21 samhliða störfum ferðamálafulltrúa. Reynt hefur verið eftir fremst megni að fá íbúa svæðisins til að taka þátt í verkefninu en nýlega var ákveðið að Reykjanesbær yrði þátttakandi í Vistvernd í verki þar sem heimilin eru hvött til að taka upp sína eigin umhverfisstefnu. „Fólk heldur oft að Staðardagskrá 21 boði ekkert annað en kostnað, vesen og vandræði en það er ekki rétt. Þetta er skemmtilegt verkefni og skiptir sífelld meira máli við staðarval einstaklinga og fyrirtækja“, sagði Kjartan Már.
Fundargestir tóku vel undir í umræðum um Staðardagskrá 21 og kom Ellert Eiríksson með skemmtilegar líkingar og sögur úr daglegu lífi máli sínu til stuðnings. Talað var um að sveitarstjórnir tæku saman yfirlit yfir sk. gærnar lykiltölur þar sem losun ýmissa eiturefna út í andrúmsloftið er mæld auk þess sem fylgst er með orkunotkun sveitfélagsins sem stofnunar.