Ekki kom króna í ríkiskassann
– Lögreglan stöðvaði fjölda bíla við Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Lögreglumenn á Suðurnesjum voru með umferðareftirlit við Flugstöð Leifs-Eiríkssonar í gærkvöldi. Lögð var áhersla á kanna með réttindi sem og ástand ökumanna. Á milli 80 og 90 bifreiðar voru stöðvaðar og rætt við ökumenn þeirra.
Á fésbókarsíðu lögreglunnar segir: „Gaman er að segja frá því að allir ökumenn sem við ræddum við í kvöld voru með sitt á hreinu og kom ekki króna í ríkiskassann“.
Myndirnar í umferðareftirlitinu tók Hilmar Bragi.