Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki í boði að gera ekki neitt
Föstudagur 12. febrúar 2010 kl. 15:51

Ekki í boði að gera ekki neitt


Ungt fólk til athafna er heiti átaks sem hafið er um allt land í þeim tilgangi að virkja atvinnulaust, ungt fólk á aldrinum 18-24 ára. Sett hafa verið upp fjölbreytt úrræði með aðkomu fyrirtækja á vinnumarkaði, menntastofnanna, stéttarfélaga og fleiri aðila. Vinnumálastofnun hefur undanfarið sent atvinnulausum í þessum aldurshópi bréf þar sem viðkomandi voru boðaðir á kynningarfundi um átakið. Á fundunum er ætlast til þess að fólk skrái sig í þau úrræði sem það hefur áhuga á að taka þátt í. Haldir voru fjórir kynningarfundir í Virkjun, 450 voru boðaðir og var mæting um 50%. 

Ef einstaklingarnir skrá sig ekki í úrræði veldur það missi atvinnleysisbóta.  Á fundunum er skýrt tekið fram að ekki sé í boði að gera ekki neitt.

Tilgangurinn með átakinu er að koma í veg fyrir að atvinnulaust, ungt fólk einangrist og verði óvirkt.  Með þátttöku í úrræðunum heldur fók atvinnuleysisbótum en fær um leið tækifæri til að snúa aftur á vinnumarkaðinn eða í nám og efla sig t.d. með því að öðlast starfsréttindi á tilteknum sviðum, sér að kostnaðarlausu.
---


VF-mynd/elg – Frá fjórða fundinum í Virkjun í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024