Ekki hægt að útiloka að skjálftavirknin við Sundhnjúkagíga sé vegna kviku
Skjálfti af stærð 4,3 rétt við Sýlingarfell sem er vestan við Sundhnjúkagíga í hádeginu í dag. Gígarnir eru um 2-3 km norðaustan við Grindavík. Nokkuð þétt jarðskjálftahviða hófst um kl. sjö í morgun á þessum slóðum og hafa tæplega 800 skjálftar mælst þar frá miðnætti, þar af níu af stærð 3 eða stærri. Dýpi skjálftanna er um 5 km. Slíkar skjálftahviður hafa áður mælst á þessu svæði. Ekki er hægt að útiloka að skjálftavirknin við Sundhnjúkagíga sé vegna kviku á talsverðu dýpi.
Kvikusöfnun heldur áfram við Þorbjörn á sama dýpi og svipuðum hraða og áður. Henni fylgir hviðukennd skjálftavirkni líkt og varð vart við í gær og í morgun. Á meðan kvikusöfnun heldur áfram má búast við áframhaldandi skjálftavirkni sem verður vegna spennulosunar á svæðinu. Reikna má með skjálftum allt að M5.5 að stærð í slíkum hviðum.
Á þessu stigi eru engar vísbendingar um að kvika sé a brjóta sér leið til yfirborðs, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.