Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki hægt að rekja strand Fjordviks til eins ákveðins atviks
Sunnudagur 21. júní 2020 kl. 10:01

Ekki hægt að rekja strand Fjordviks til eins ákveðins atviks

í Helguvík í nóvember 2018. Hafnarstjóra falið að yfirfara tillögur rannsóknarnefndar

Stjórn Reykjaneshafnar hefur falið hafnarstjóra að yfirfara þær tilögur sem fram koma í skýrslu rannsóknar samgönguslysa vegna strands flutningaskipsins Fjordvik í Helguvík í nóvember 2018. 

Í skýrslunni kemur fram að mannleg mistök hafi verið ástæða þess að skipið strandaði er það var leið til hafnar í Helguvík en endaði vitlausu megin við hafnargarðinn með þeim afleiðingum að það strandaði. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar kemur fram að rekja megi mistökin til ófullnægjandi undirbúnings og samráðs hafnsögumanns og skipstjóra varðandi siglingu inn til hafnar. 

„Orsök strandsins eru mistök við stjórn skipsins sem rekja má til ófullnægjandi undirbúnings og samráðs milli hafnsögumanns og skipstjóra varðandi siglingu þess. Þrátt fyrir að hafnsögumaður og skipstjóri hafi farið yfir væntanlega siglingu virðist sem þeir hafi ekki haft sömu sýn á hvernig siglt skyldi inn til hafnarinnar né hvernig bregðast skyldi við ef frá þyrfti að hverfa.“

Rannsóknarnefndin leggur fram tillögur til aukins öryggis til skipstjóra og útgerðar og að yfirstjórn sé alveg skýr svo ekki verði misskilingur.

Í skýrslunni eru tillögur til hafnaryfirvalda þar sem nefndin leggur ríka ástæðu til að hafnsögumaður skuli ekki taka yfir siglingu skips nema viðeigandi upplýsingar liggi fyrir frá skipstjóra eða öðrum vakthafandi yfirmanni, t.d. um stöðu skips, gang og hraða. Hann skuli líka m.a. afla sér upplýsinga um viðkomandi skip, ástand þess, færni og takmarkanir og skipuleggja siglingu og þátt hans í henni í samráði við skipstjóra og yfirmenn í brúnni með tilliti til veðuraðstæðna. Þá skuli hafnsögumaður sjá til þess að yfirstjórn sé alveg skýr og á ótvíræðan hátt svo komið sé í veg fyrir misskiling.

Skipið var að koma frá Færeyjum og var með mikið af sementi um borð. Fjórtán manna áhöfn var í skipinu og bjargaði áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar þeim öllum við mjög erfiðar aðstæður eins og kom fram í viðtali Víkurfrétta við Guðmund Ragnar Magnússon, sigmann hjá Landhelgisgæslunni, en hann þótti hafa unnið mikið þrekvirki að koma öllum mönnunum um borð í samvinnu við félaga sína í þyrlunni.

„Stjórn Reykja­nes­hafn­ar þakk­ar fram­komna skýrslu og þau vönduðu vinnu­brögð sem þar koma fram. Sam­kvæmt skýrsl­unni er ekki hægt að rekja strandið til eins ákveðins at­viks held­ur  sam­spil margra smærri þátta og mis­skiln­ings í sam­skipt­um hafn­sögu­manns og skip­stjóra skips­ins. Í skýrsl­unni eru til­lög­ur til úr­bóta í sam­skipt­um við slík­ar aðstæður, jafnt til skip­stjóra, út­gerðar og hafn­ar. Stjórn Reykja­nes­hafn­ar fel­ur hafn­ar­stjóra að yf­ir­fari þær til­lög­ur og nýta til að skerpa á verklagi hafn­ar­inn­ar í framtíðinni. Samþykkt sam­hljóða,“ segir í afgreiðslu stjórnar hafnarinnar.

Hér fylgja myndbönd VF frá skömmu eftir strandið og síðan þegar skipið er dregið til Keflavíkurhafnar úr Helguvík.

Sjá nánari umfjöllun í Víkurfréttum hér