EKKI HÆGT AÐ NEITA CASINO UM LEYFI?
Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er bæjarstjórninni óheimilt að hafna Jóni M. Harðarsyni eiganda Club Casino um áfengisleyfi á þeim forsendum að þar sé sýndur nektardans. Hins vegar er bæjarstjórn heimilt að neita staðnum um áfengisleyfi ef meirihluti hlutafjáreigenda hefur komist í kast við lögin eða skuldar opinber gjöld. Þetta er sama niðurstaða og Reykjavíkurborg fékk eftir að borgarstjórn lét gera ítarlega athugun á lögmæti slíkra skemmtistaða.