Ekki grunur um saknæmt athæfi í Grindavík
Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar andlát í Grindavík síðdegis í gær þar sem liðlega fertug kona lést. Frumrannsókn er lokið og enginn er í haldi lögreglu.
Lögreglan fór í hús á nágrenni við heimilið þar sem andlátið varð í leit að vitnum en lögreglan var með mikinn viðbúnað í bænum vegna málsins í gær.
Hin látna er nafngreind í frétt á dv.is. Hún var 43 ára gömul og lætur eftir sig þrjú börn. Hún var fædd og uppalin í Grindavík og býr fjölskylda konunnar þar.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að rannsókn mun ljúka á næstunni. Ekki er grunur um saknæmt athæfi.