Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

  • Ekki fullreynt að halda BS í heimabyggð
    Húsnæði Brunavarna Suðurnesja.
  • Ekki fullreynt að halda BS í heimabyggð
    Kristinn Jakobsson
Föstudagur 23. janúar 2015 kl. 07:00

Ekki fullreynt að halda BS í heimabyggð

Málefni um framtíð Brunavarna Suðurnesja til umræðu.

Kristinn Jakobsson, bæjarfulltrúi framsóknarmanna, lýsti yfir áhyggjum af starfsemi Brunavarnar Suðurnesja á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ sl. þriðjudag. Honum fannst einkennilegt hvernig formaður þess vill afhenda það Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. 

Kristinn sagði að framtíð BS væri björt með yfirstjórnina í heimabyggð. Ekki væri heldur fullreynt að tala við það fyrirtæki sem gæti veitt BS mestan styrk, Isavia. Árni Sigfússon, bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna, tók undir orð Kristins og sagði sjálfsagt að skoða alla möguleika í málefnum BS og það komi sér á óvart að ákveðið hafi verið að ganga til viðræðna um einn kostinn. Með mögulegri uppbyggingu á björgunar- og leitarstöð á Keflavíkurflugvelli, í samstarfi við erlend ríki tengd norðurslóðamálum, væri mikilvægt að að horfa til öflugra brunavarna á svæðinu. Einnig væru uppi hugmyndir um björgunarskóla í Keili þar sem BS gæti spilað stóran þátt. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um framtíð BS. Ályktun starfsmanna BS hafi verið lögð fram og ákveðið hafi verið að stofna í febrúar byggðasamlag fjögurra sveitarfélaga; Garðs, Sandgerðis, Voga og Reykjanesbæjar. Sú vinna hafi tafist vegna þess að ársreikningur BS fyrir árið 2013 sé ekki tilbúinn og aldrei hafi verið stofnaður efnahagsreikningur fyrir félagið.