Ekki farið með bifreið í skoðun í fjögur ár
Dagvakt lögreglunnar í Keflavík var róleg, tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna hraðaksturs á Reykjanesbraut. Annar mældist á 115 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Hinn ökumaðurinn mældist á 103 km hraða þar sem hámarkshraði er 70 km/klst.
Á næturvaktinni aðfararnótt miðvikudagsins voru skráningarnúmer tekin af tveimur ökutækjum. Í öðru tilvikinu hafið eigandi bifreiðarinnar ekki farið með hana í skoðun í fjögur ár. Eigendur átta ökutækja voru boðaðir með bifreiðar sínar í skoðun þar sem þeir höfðu ekki mætt með þær til aðalskoðunar á réttum tíma.
Vf-mynd úr safni
Á næturvaktinni aðfararnótt miðvikudagsins voru skráningarnúmer tekin af tveimur ökutækjum. Í öðru tilvikinu hafið eigandi bifreiðarinnar ekki farið með hana í skoðun í fjögur ár. Eigendur átta ökutækja voru boðaðir með bifreiðar sínar í skoðun þar sem þeir höfðu ekki mætt með þær til aðalskoðunar á réttum tíma.
Vf-mynd úr safni