Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki fært bíl sinn til skoðunar í þrjú ár
Föstudagur 24. júní 2005 kl. 09:29

Ekki fært bíl sinn til skoðunar í þrjú ár

Á dagvakt lögreglu voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur sá er hraðar ók var mældur á 127 km hraða á Reykjanesbraut, þar sem leyfður hraði er 90 km. Hinn var mældur á 111 km hraða á Grindavíkurvegi, þar sem leyfður hraði er 90 km.

Einn ökumaður var kærður fyrir að nota ekki bílbelti við akstur bifreiðar sinnar.

Skráningarnúmer voru tekin af einni bifreið, vegna vanrækslu á að færa hana til skoðunar í þrjú ár.

Þá var einn boðaður í skoðun með bifreið sína.

Á næturvaktinni voru fjórir ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbrautinni. Sá sem hraðast ók mældist á 151 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði var 90 km. Hann var að auki grunaður um ölvun við akstur.

Vf-mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024