EKKI ÁLVER Á KEILISNESI
				
				Álver er ekki inn í myndinni á Keilisnesi. Þetta kom fram á fundi aðila frá Iðnaðarráðuneytinu, fulltrúum Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu Reykjanesbæjar og MÍL. Jón Gunnarsson fráfarandi oddviti Vatnsleysustrandarhrepps segir í minnisblaði sínu til sveitarstjórnar hreppsins að það hafi komið greinilega fram að stjórnvöld einblína á álver á Reyðarfirði og Keilisnes sé ekki inn í myndinni. Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhepps hefur ákveðið að senda 2ja til 3ja manna sendinefnd til Noregs til viðræðna við Norsk-Hydro auk þess að ræða málið við þingmenn svæðisins.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			




 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				