Ekki allir sáttir við átak lögreglunnar gegn flutningabílstjórum
Grétar Ólason, sendibílstjóri, er einn þeirra fjölmörgu ökumanna flutningabifreiða sem fengið hafa viðvörun vegna bíla sinna sem lagðir eru „ólöglega“ í íbúðarhverfum. Grétar segist vera orðinn dauðþreyttur á þessu þar sem bíllinn hans sé undir viðmiðunarmörkum og að það sé engin hætta sem skapist af honum þar sem bifreiðinni er lagt langt inni í bílastæði við heimili hans.
„Ég er orðinn foxillur yfir þessum vinnubrögðum lögreglunnar í Keflavík að þurfa sífellt að vera líma þessa miða á bílinn minn. Eins og sést á myndinni er hann ekki að skapa neina hættu þar sem hann er inni á minni eigin lóð, uppi í sundi þar. Ég er á Nissan Terrano jeppa sem veldur meiri hávaða og meiri mengun heldur en sendibíllinn sem er með hávaða- og mengunarvarnir. Þessir háu herrar hjá lögreglunni og bæjarfógeta vita hreinlega ekkert um hvað þeir eru að tala“, segir Grétar sem greinilega er ekki sáttur.
Grétar sagði að annar sendibílstjóri hefði sent bréf til lögreglunnar fyrir nokkru þar sem leitað var eftir svörum vegna málsins en engin svör hefðu fengist. Trausti, félag sendibílastjóra þurfti því að koma inn í málið og krefjast svara frá lögreglunni og voru þau svör mjög loðin og hreinlega til skammar. Vitnaði lögreglan í reglugerðir máli sínu til varnar en í sömu reglugerðum kemur einnig fram að veita megi undanþágu fyrir ákveðna bíla. Lögreglan og bæjaryfirvöld vilja hins vegar ekki veita þessa undanþágu þar sem það gæti verið fordæmisgefandi fyrir aðrar bifreiðar. Grétar sem er á tæplega 2,8 tonna sendibíl segir að í reglugerðinni eigi við alla bíla sem eru 3,5 tonn og meira og því skilji hann ekki ástæðuna fyrir því að lögreglan láti hann ekki eiga sig. Benti Grétar á það máli sínu til stuðnings að ýmsar jeppabifreiðar og húsbílar væru töluvert þyngri en fengju samt að vera í friði.
„Mér þætti gaman að sjá hvort þeir sektuðu fólk sem er á stórum húsbílunum. Ég er ekki að segja það að 10-20 tonna trukkar eigi rétt á því að leggja inni í íbúðarhverfum það er full langt gengið að vera að bögga okkur sem erum á þessum minni bifreiðum“.
Grétar segist ekki ætla að hætta að leggja bílnum sínum í innkeyrslunni þrátt fyrir þessar aðgerðir lögreglunnar. „Ég fer ekki með bílinn úr innkeyrslunni, það kemur ekki til greina. Lögreglan getur alveg eins sektað mig því ég er frekar til í að borga 5-6 þúsund krónur í sekt en að þurfa borga 30 þúsund krónur fyrir ónýta ljósalukt því það er staðreynd að bílar sem geymdir eru fyrir utan hverfin verða mjög oft fyrir skemmdarverkum“, segir Grétar.
Grétar vildi einnig koma því framfæri að hann hefði aldrei fengið kvörtun frá íbúum hverfisins vegna sendibílsins. Einnig benti hann á að þar sem bíllinn væri virðisaukabíll yrði hann samkvæmt lögum að standa við það heimili eða fyrirtæki sem hann er skráður við og í hans tilfelli er bíllinn skráður á Týsvelli 1.
„Ef bæjaryfirvöld eru að reyna að eiðileggja þessa atvinnustarfsemi með þessum fíflagangi þá gera þeir það. Ég sel þá bara helvítis bílinn og fer á atvinnuleysisbætur. Maður er að reyna að halda úti heimili með þessu fyrirtæki hérna en maður fær ekki að vera í fr. Ég veit ekki hvað hefur gerst því þetta var ekki svona áður, hvort þetta sé frá sýslumanni, lögreglustjóra eða bæjarstjóra komið veit ég ekki en ég er alveg hættur að botna í þessu“.
Að sögn Grétars skapar bíllinn enga hættu þegar hann keyrir á honum inni í hverfinu þar sem hann kemur mjög seint heim að kvöldi til og er farinn áður en allir vakna og þar að leiðandi sé engin hætta á því að krakkar verði fyrir honum. „Ja, ef bíllin skapar hættu þar sem hann stendur kyrr inni í innkeyrslu er alveg eins gott að pakka honum bara saman og henda honum því hann skapar þá enn meiri hættu á ferð. Húsið mitt er nú stærra en bíllinn og ætti því alveg eins að skapa hættu. Ætli það sé ekki næst á dagskrá hjá lögreglunni að segja mér að slökkva jólaljósunum mínum á húsinu þar sem þau vekja of mikla athygli og skapa eflaust hættu þegar fólk lítur til hægri og vinstri til að virða þau fyrir sér. Nei, að öllu gríni sleppt þá er ég bara orðinn mjög þreyttur á þessu og ef þetta hættir ekki þá sel ég bara bílinn og hætti með fyrirtækið“, sagði Gétar og bætti við; „Ég hélt að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ vildu hafa atvinnustarfsemi í Reykjanesbæ en miðað við þessar aðfinnslur eru þeir að eyðileggja fyrir mér og fleirum atvinnuna. Ég hef talað við Karl Hermansson, aðstoðar yfirlögreglustjóra, um þetta mál og bent honum á það að bílinn minn fái ekki að vera í friði við mitt heimili, á lögboðnum stað samkvæmt vsk. lögum. Hann segist ætla að athuga þetta og verður gaman að sjá hvort eitthvað verði gert áður en maður hættir þessu bara eins og virðis stefna í“.
„Ég er orðinn foxillur yfir þessum vinnubrögðum lögreglunnar í Keflavík að þurfa sífellt að vera líma þessa miða á bílinn minn. Eins og sést á myndinni er hann ekki að skapa neina hættu þar sem hann er inni á minni eigin lóð, uppi í sundi þar. Ég er á Nissan Terrano jeppa sem veldur meiri hávaða og meiri mengun heldur en sendibíllinn sem er með hávaða- og mengunarvarnir. Þessir háu herrar hjá lögreglunni og bæjarfógeta vita hreinlega ekkert um hvað þeir eru að tala“, segir Grétar sem greinilega er ekki sáttur.
Grétar sagði að annar sendibílstjóri hefði sent bréf til lögreglunnar fyrir nokkru þar sem leitað var eftir svörum vegna málsins en engin svör hefðu fengist. Trausti, félag sendibílastjóra þurfti því að koma inn í málið og krefjast svara frá lögreglunni og voru þau svör mjög loðin og hreinlega til skammar. Vitnaði lögreglan í reglugerðir máli sínu til varnar en í sömu reglugerðum kemur einnig fram að veita megi undanþágu fyrir ákveðna bíla. Lögreglan og bæjaryfirvöld vilja hins vegar ekki veita þessa undanþágu þar sem það gæti verið fordæmisgefandi fyrir aðrar bifreiðar. Grétar sem er á tæplega 2,8 tonna sendibíl segir að í reglugerðinni eigi við alla bíla sem eru 3,5 tonn og meira og því skilji hann ekki ástæðuna fyrir því að lögreglan láti hann ekki eiga sig. Benti Grétar á það máli sínu til stuðnings að ýmsar jeppabifreiðar og húsbílar væru töluvert þyngri en fengju samt að vera í friði.
„Mér þætti gaman að sjá hvort þeir sektuðu fólk sem er á stórum húsbílunum. Ég er ekki að segja það að 10-20 tonna trukkar eigi rétt á því að leggja inni í íbúðarhverfum það er full langt gengið að vera að bögga okkur sem erum á þessum minni bifreiðum“.
Grétar segist ekki ætla að hætta að leggja bílnum sínum í innkeyrslunni þrátt fyrir þessar aðgerðir lögreglunnar. „Ég fer ekki með bílinn úr innkeyrslunni, það kemur ekki til greina. Lögreglan getur alveg eins sektað mig því ég er frekar til í að borga 5-6 þúsund krónur í sekt en að þurfa borga 30 þúsund krónur fyrir ónýta ljósalukt því það er staðreynd að bílar sem geymdir eru fyrir utan hverfin verða mjög oft fyrir skemmdarverkum“, segir Grétar.
Grétar vildi einnig koma því framfæri að hann hefði aldrei fengið kvörtun frá íbúum hverfisins vegna sendibílsins. Einnig benti hann á að þar sem bíllinn væri virðisaukabíll yrði hann samkvæmt lögum að standa við það heimili eða fyrirtæki sem hann er skráður við og í hans tilfelli er bíllinn skráður á Týsvelli 1.
„Ef bæjaryfirvöld eru að reyna að eiðileggja þessa atvinnustarfsemi með þessum fíflagangi þá gera þeir það. Ég sel þá bara helvítis bílinn og fer á atvinnuleysisbætur. Maður er að reyna að halda úti heimili með þessu fyrirtæki hérna en maður fær ekki að vera í fr. Ég veit ekki hvað hefur gerst því þetta var ekki svona áður, hvort þetta sé frá sýslumanni, lögreglustjóra eða bæjarstjóra komið veit ég ekki en ég er alveg hættur að botna í þessu“.
Að sögn Grétars skapar bíllinn enga hættu þegar hann keyrir á honum inni í hverfinu þar sem hann kemur mjög seint heim að kvöldi til og er farinn áður en allir vakna og þar að leiðandi sé engin hætta á því að krakkar verði fyrir honum. „Ja, ef bíllin skapar hættu þar sem hann stendur kyrr inni í innkeyrslu er alveg eins gott að pakka honum bara saman og henda honum því hann skapar þá enn meiri hættu á ferð. Húsið mitt er nú stærra en bíllinn og ætti því alveg eins að skapa hættu. Ætli það sé ekki næst á dagskrá hjá lögreglunni að segja mér að slökkva jólaljósunum mínum á húsinu þar sem þau vekja of mikla athygli og skapa eflaust hættu þegar fólk lítur til hægri og vinstri til að virða þau fyrir sér. Nei, að öllu gríni sleppt þá er ég bara orðinn mjög þreyttur á þessu og ef þetta hættir ekki þá sel ég bara bílinn og hætti með fyrirtækið“, sagði Gétar og bætti við; „Ég hélt að bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ vildu hafa atvinnustarfsemi í Reykjanesbæ en miðað við þessar aðfinnslur eru þeir að eyðileggja fyrir mér og fleirum atvinnuna. Ég hef talað við Karl Hermansson, aðstoðar yfirlögreglustjóra, um þetta mál og bent honum á það að bílinn minn fái ekki að vera í friði við mitt heimili, á lögboðnum stað samkvæmt vsk. lögum. Hann segist ætla að athuga þetta og verður gaman að sjá hvort eitthvað verði gert áður en maður hættir þessu bara eins og virðis stefna í“.