Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekkert verður af sameiningu FS og Keilis
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
miðvikudaginn 8. nóvember 2023 kl. 11:01

Ekkert verður af sameiningu FS og Keilis

Ekkert verður af sameingingu átta framhaldsskóla á landinu en sameining Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Keilis á Ásbrú var meðal þess sem skoðuð var.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra greindi frá því í umræðum á Alþingi í gær. Málið mætti mikilli mótspyrnu og því hafi það verið endurskoðað í ráðuneytinu og niðurstaðan sú að ákveðið var að horfa frá því.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ráðherra sagði að fyrirhugaðar hugmyndir um sameinigu hefðu miðað að því að mæta sífellt fjölbreyttari hópi nemenda, m.a. af erlendum uppruna og auknum fjölda barna í á framhaldsskólaaldri sem hvorki eru á vinnumarkaði neða í námi. Hann sagði að leiða yrði leitað til að efla framhaldsskólana og hvernig finna mætti aukið fjármagn til þeirra.