Ekkert verður af landakaupum í Garði
Það er mat bæjarfulltrúa í Garði að möguleg fjármögnun vegna fyrirhugaðra kaupa á landi Gerða í Sveitarfélaginu Garði var ekki hagstæð og því verður ekki af kaupunum.
Bæjarstjóra Garðs hafði seint á síðasta ári verið falið að kanna með fjármögnun vegna mögulegra kaupa á Gerðalandi. Um var að ræða yfir 70 hektara lands sem er í eigu þeirra Bergþórs Baldvinssonar, Finnboga Björnssonar og Bjargar Björnsdóttur.