Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekkert til fyrirstöðu að nýta malarvöllinn
Þriðjudagur 19. september 2017 kl. 14:57

Ekkert til fyrirstöðu að nýta malarvöllinn

- Eins og gert var sl. vetur

Íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar finnst áhugavert að hægt sé að nýta gamla malarvöllinn við Hringbraut í Keflavík undir æfingar. Ráðinu barst á dögunum erindi frá barna- og unglingaráði knattspyrnudeildar Keflavíkur um lagfæringar á gamla malarvellinum.
„Að viðhöfðu samráði við framkvæmdarstjóra Keflavíkur, þá samræmist framkvæmdin ekki framtíðarhugmyndum um svæðið. Á hinn bóginn er ekkert til fyrirstöðu að nýta malarvöllinn eins og var gert síðastliðinn vetur,“ segir í afgreiðslu íþrótta- og tómstundaráðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024