Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekkert nýársbarn komið á HSS
Fyrsta barn ársins í Grindavík 2015 er sonur Örnu Guðmundsdóttur og Ólafs Daða Hermannssonar. Mynd af vef Grindavíkurbæjar.
Mánudagur 5. janúar 2015 kl. 16:00

Ekkert nýársbarn komið á HSS

– Fyrsti Grindvíkingur ársins 2015 er fæddur

Þó næstum vika sé liðin af nýju ári þá hefur enn ekkert barn fæðst á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. María R. Þórisdóttir á ljósmæðravaktinni á HSS segir biðina óvenju langa og enn þurfi að bíða þar sem hún viti ekki til þess að nein kona sé komin með verki.

Á síðasta ári fæddust 103 börn á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Kynjahlutföll gátu vart verið jafnari en stelpurnar voru 51 og strákarnir 52 talsins.

Fyrsti Grindvíkingur ársins 2015 er hins vegar fæddur og reyndist hann jafnframt vera annar Íslendingur ársins. Þann 1. janúar klukkan 07:44 fæddist þeim Örnu Guðmundsdóttur og Ólafi Daða Hermannssyni drengur. Hann mældist 3.620 grömm og var 52 cm.

Grindvíkingum fjölgaði hratt á síðasta ári en samkvæmt nýjustu tölum eru Grindvíkingar 2.996 talsins og stefnir í að 3.000 íbúamúrinn verði rofinn á allra næstu vikum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024