Ekkert lát á vætutíðinni
Ekkert lát virðist ætla að verða á vætutíðinni sem einkennt hefur þetta haustið. Samkvæmt veðurspá verður rigning eða skúrir alla vikuna.
Spá er suðvestan 5-10 m/s og smáskúrum við Faxaflóann í dag, en hægari vindi og rigningu með köflum í nótt og á morgun. Hiti 7 til 11 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á miðvikudag:
Suðlæg átt, víða 8-13 m/s og rigning eða skúrir, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast NA-lands.
Á fimmtudag:
Suðvestanátt og léttskýjað á austanverðu landinu, en skúrir eða slydduél vestantil. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast A-lands.
Á föstudag:
Suðaustanátt og víða rigning. Hiti 7 til 13 stig.
Á laugardag:
Vestlæg átt og skúrir, en slydduél N-lands. Kólnandi í bili.
Á sunnudag:
Suðvestanátt og víða rigning, en þurrt að mestu A-lands. Hiti 5 til 10 stig