Ekkert hret í kortunum
Það er ekkert páskahret í kortunum hjá Veðurstofunni og allt útlit er fyrir ágætisvorveður næstu daga. Á skírdag er gert ráð fyrir sunnanátt, skúrum og rigningu með köflum. Það verður bjart fyrir norðan og austan og hlýtt um allt land. Spádeild Veðurstofunnar telur þó að enn sé of fljótt að slá því föstu að vorið sé komið enda er enn búist við éljum á Vestfjörðum og hitastigið á hálendinu er alveg við frostmarkið.Þetta gæti þó verið mikið verra og þar sem engar vísbendingar eru enn sjáanlegar um kuldakafla má segja að það sé ágætis síðvetrar- eða vorveður þessa dagana, allt eftir því hvernig fólk lítur á það.
Langtímaspá á Stöð 2 í gærkvöldi gerði ráð fyrir mikilli vætu á suð-vesturhorninu um páskana.
Myndin: Það hefur verið vætusamt í Reykjanesbæ upp á síðkastið, þó svo sumarbragur hafi verið á helginni. VF-mynd: Hilmar Bragi
Langtímaspá á Stöð 2 í gærkvöldi gerði ráð fyrir mikilli vætu á suð-vesturhorninu um páskana.
Myndin: Það hefur verið vætusamt í Reykjanesbæ upp á síðkastið, þó svo sumarbragur hafi verið á helginni. VF-mynd: Hilmar Bragi