Fréttir

Ekkert fyllerí á kosningaskrifstofu Pírata
Studio 16 og kosningaskrifstofa Pírata á Hafnargötu 21.
Föstudagur 13. október 2017 kl. 12:24

Ekkert fyllerí á kosningaskrifstofu Pírata

„Nei, ég hefði aldrei samþykkt að taka þetta á leigu ef svo hefði verið,“ svarar Fanný Þórsdóttir, sem gegnir 3. sæti á lista Pírata í Suðurkjördæmi, aðspurð um það hvort starfsemi kosningaskrifstofu flokksins sé í gangi á sama tíma og starfsemi barsins sem deilir húsnæði með skrifstofunni. Kosningaskrifstofa Pírata er staðsett á Hafnargötu 21 í Reykjanesbæ þar sem barinn Studio 16 er einnig til húsa.

„Þetta er rekið sem bar um helgar frá klukkan tíu um kvöldið. En við lokum kosningaskrifstofunni klukkan átta á föstudögum og yfirleitt um sex, sjö leitið á laugardögum. Þannig löngu eftir að við lokum er þetta bar,“ segir Fanný. Píratar taka þá skiltin sín niður og allt sitt dót af staðnum, sem þeir mæta svo með aftur á ný daginn eftir. Aðspurð hvort boðið sé upp á bjór á barnum á meðan kosningakaffi stendur yfir neitar hún því alfarið. „Við í Pírötum erum ekki í þeim pakka, því get ég lofað.“

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024