Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekkert flogið hjá Suðurflugi í dag
Laugardagur 22. febrúar 2003 kl. 13:37

Ekkert flogið hjá Suðurflugi í dag

Ekkert er flogið hjá Suðurflugi í Keflavík í dag. Flugmálastjórn leggur blátt bann við flugi flugvéla sem brenna Avgas 100 LL bensíni, þar sem bensínið uppfyllir ekki kröfur um gæði, hefur ekki lágmarks uppgufunarþrýsting. Það eru einkum smærri einskrúfuvélar, sem nota slíkt bensín. Vélakostur Suðurflugs gengur fyrir þessu eldsneyti og þá annast Suðurflug einnig eldsneytisafgreiðslu til flugvéla sem brenna Avgas 100 LL bensíni.Bannið gildir í sólarhring, en Flugmálastjórn veitir nánari upplýsingar og fyrirmæli í dag. „Við verðum bara að bíða og sjá“, sagði talsmaður Suðurflugs í samtali við Víkurfréttir í dag. Nú er hinsa vegar ákjósanlegt flugveður í Keflavík, bjart og stillt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024