Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekkert björgunarsveitarfólk á eldstöðvunum í dag
Frá fyrsta degi eldgossins í Meradölum. VF-mynd: Ingibergur Þór Jónasson
Mánudagur 8. ágúst 2022 kl. 13:45

Ekkert björgunarsveitarfólk á eldstöðvunum í dag

Ekkert björgunarsveitarfólk er í Fagradalsfjalli eða á gosstöðvunum almennt í dag. Lögreglan á Suðurnesjum segir að Björgunarsveitin Þorbjörn sé með sitt fólk í hvíld, sem er vel skiljanlegt þar sem mikið hefur mætt á þeim undanfarið.

„Við viljum benda á að eins og staðan er núna þá er engin björgunarsveitarmaður á fjallinu og því ekki hægt að aðstoða þá sem þurfa aðstoð þarna í dag komi eitthvað upp á. Það eru vinsamleg tilmæli frá okkur til ykkar að gefa starfsfólki sem er við vinnu til að bæta aðgengi fólks að gosinu við gosstöðvarnar rými til að athafna sig og ekki síður að biðla til ykkar að fara ekki þarna upp í dag þar sem ekki er hægt að tryggja öryggi ykkar. Veðurspá morgundagsins er hinsvega góð eins og er og má búast við því að opið verði á fjallið á morgun. Farið varlega og eigið góðan dag,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024