Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekkert athugavert við vinnubrögð lögreglu
Miðvikudagur 13. október 2004 kl. 13:44

Ekkert athugavert við vinnubrögð lögreglu

Ekkert bendir til þess að neitt athugavert hafi verið við vinnubrögð lögreglunnar í Keflavík vegna andláts manns á fertugsaldri. Maðurinn lést skömmu eftir átök við lögregluna þann 9. september síðastliðinn. Lögreglunni í Reykjavík var falið rannsókn málsins.

Tildrög málsins voru sú að lögreglan í Keflavík hafði afskipt af föður hins látna, sem gekk um götur bæjarins illa til reika og var faðirinn færður á lögreglustöðina. Tveir lögreglumenn voru í kjölfarið sendir að Íshússtíg þar sem hinn látni bjó ásamt foreldrum sínum. Þar veittist hann að lögreglumönnum og upp hófust mikil átök. Þegar lögreglan hafði náð að yfirbuga manninn og sett hann í handjárn varð hann alvarlega veikur og missti meðvitund. Þrátt fyrir lífgunartilraunir lögreglumanna lést hann skömmu síðar.

Ríkissaksóknari fól lögreglunni í Reykjavík rannsókn málsins eftir að tæknimenn frá ríkislögreglustjórnanum höfðu rannsakað vettvang. Lögreglan í Keflavík, sem málsaðili, gat ekki sinnt rannsókninni þar sem hún átti aðild að máli.
Samkvæmt rannsókn lögreglustjórans í Reykjavík á málinu þá var ekkert athugavert við vinnubrögð lögreglumanna á vettvangi.

Bráðabirgðaniðurstaða við krufningu sýndi að hinn látni hafði fengið hjartaáfall, lokaniðurstöðu krufningar er beðið en rannsókn á þætti lögreglu á vettvangi er lokið.

 

 

 

 

 

VF-myndir/ Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024