Ekkert athugavert við staðsetningu lögreglubifreiðar
Vegfarandi sem átti leið um Grindavíkurveg á dögunum á vörubifreið sendi nokkrar línur til Víkurfrétta og mynd af lögreglubifreið sem var stopp í kantinum og lítil pallbifreið þar fyrir framan. Bréfritari vildi meina að lögreglubifreiðin skapaði hættulegar aðstæður, þar sem henni var lagt inn á götuna en töluverð umferð var á þessum slóðum.
Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Keflavík, sagði í samtali við Víkurfréttir að ekkert væri athugavert við það hvernig lögreglubifreiðinni væri lagt aftan við bifreiðina sem hún hafði stöðvað. „Þetta er samkvæmt bókinni“ sagði Karl og benti á að þarna væri það hlutverk lögreglubifreiðarinnar að verja bæði lögreglumanninn sem kom frá lögreglubílnum að fólksbílnum og jafnframt að verja ökumann fólksbílsins þegar hann færi frá bíl sínum og yfir í lögreglubílinn.
Bréfritari sagði í bréfi sínu til blaðsins: „Mikil umferð er í báðar áttir. Ég þarf að keyra með öll hægri dekk vörubílsins útaf veginum,svo hinn vörubíllinn komist á milli mín og lögreglubílsins. Lögreglubíllinn er svo langt inn á götunni að hann skapar mjög hættulegar aðstæður.Ég læt mynd fylgja, svo hver geti dæmt fyrir sig.“ Karl vildi svara þessu svo að þegar bílstjórar sjá lögreglubifreið með blá blikkandi ljós í vegarkantinum, þá hægi menn ferðina, enda segir í reglugerð um umferðarmerki að þegar neyðarljós séu í ganfi skulu ökumenn sýna sérstaka varúð. Annar bréfritari setti sig í samband við Víkurfréttir vegna bréfs vörubílstjórans og eru þessi lokaorð við hæfi: „Þannig að vörubifreiðastjórar verða einfaldlega að hægja á sér og aka framhjá þegar tækifæri gefst, það er á ábyrgð ökumanna að passa sig að valda ekki hættu við þessar aðstæður.“
Karl Hermannsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Keflavík, sagði í samtali við Víkurfréttir að ekkert væri athugavert við það hvernig lögreglubifreiðinni væri lagt aftan við bifreiðina sem hún hafði stöðvað. „Þetta er samkvæmt bókinni“ sagði Karl og benti á að þarna væri það hlutverk lögreglubifreiðarinnar að verja bæði lögreglumanninn sem kom frá lögreglubílnum að fólksbílnum og jafnframt að verja ökumann fólksbílsins þegar hann færi frá bíl sínum og yfir í lögreglubílinn.
Bréfritari sagði í bréfi sínu til blaðsins: „Mikil umferð er í báðar áttir. Ég þarf að keyra með öll hægri dekk vörubílsins útaf veginum,svo hinn vörubíllinn komist á milli mín og lögreglubílsins. Lögreglubíllinn er svo langt inn á götunni að hann skapar mjög hættulegar aðstæður.Ég læt mynd fylgja, svo hver geti dæmt fyrir sig.“ Karl vildi svara þessu svo að þegar bílstjórar sjá lögreglubifreið með blá blikkandi ljós í vegarkantinum, þá hægi menn ferðina, enda segir í reglugerð um umferðarmerki að þegar neyðarljós séu í ganfi skulu ökumenn sýna sérstaka varúð. Annar bréfritari setti sig í samband við Víkurfréttir vegna bréfs vörubílstjórans og eru þessi lokaorð við hæfi: „Þannig að vörubifreiðastjórar verða einfaldlega að hægja á sér og aka framhjá þegar tækifæri gefst, það er á ábyrgð ökumanna að passa sig að valda ekki hættu við þessar aðstæður.“