Ekkert að gerast í læknadeilu
Framkvæmdastjóri Heilbrigðistofnunar Suðurnesja lagði ekki fram nýtt tilboð á fundi með heilsugæslulæknum í morgun. Læknarnir sem hættu störfum 1. nóvember hafa ekki snúið aftur til starfa vegna þess að í boði eru lakari launakjör en þeir höfðu áður og einnig stendur til að fækka læknum við stofnunina.María Ólafsdóttir og Pétur Thorsteinsson sátu fundinn fyrir hönd læknanna og auk Sigríðar Snæbjörnsdóttur framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar sátu Konráð Lúðvíksson yfirlæknir Sjúkrahúss Suðurnesja og Haukur Valdimarsson aðstoðarlandlæknir fundinn. Stjórn Læknafélags Íslands samþykkti ályktun í gær þar sem fullum skilingi er lýst á því að læknar sæki um störf annars staðar. Þetta segir í fréttum Ríkisútvarpsins.