Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekið á tvo ljósastaura
Fimmtudagur 2. mars 2006 kl. 09:22

Ekið á tvo ljósastaura

Lögreglunni í Keflavík barst í gærkvöldi tvær tilkynningar um að ekið hafi verið á ljósastaura á Suðurnesjum. Fyrra tilfellið var á Fitjum en þar var fólksbifreið ekið á ljósastaur og hlaut ökumaðurinn einhver meðsl sem þó voru talin minniháttar. Bifreiðin aftur á móti skemmdist mjög mikið. Seinna tilfellið var í Sandgerði en þar var vörubifreið með tengivagn ekið á ljósastaur. Staurarnir eru ónýtir og þarfnast endurnýjunar við.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024