Ekið á táningsstúlku
Ekið var á táningsstúlku á gangbraut við Njarðarbraut í Reykjanesbæ á móts við Stapann síðdegis í gær. Stúlkan var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Hún slapp við alvarleg meiðsli og fékk að fara til síns heima að lokinni skoðun.
Aðstæður á slysstað voru slæmar, rökkur og mikil úrkoma.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson