Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ekið á stein, staura og skilti
Föstudagur 31. janúar 2014 kl. 10:16

Ekið á stein, staura og skilti

Töluvert um umferðaróhöpp sökum hálku

Tveir ökumenn óku á ljósastaura, þriðji ók á skilti og fjórði á stein. Þetta er meðal umferðaróhappa sem urðu í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Flest þessara óhappa áttu sér stað í gær með þeim hætti að ökumenn misstu stjórn á bifreiðum sínum í hálku.

Þá varð árekstur á hringtorginu skammt frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar, einnig í gær. Þar hafnaði bifreið aftan á annarri. Í hinni síðarnefndu voru þýskir ferðamenn. Engin slys urðu á fólki í framangreindum tilvikum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Loks voru tveir ökumenn sektaðir fyrir að leggja bifreiðum sínum ólöglega og skráningarnúmer voru fjarlægð af þremur bifreiðum, einni sem var ótryggð og tveimur sem ekki höfðu verið færðar til skoðunar innan tilskilins tímaramma.