Ekið á sex ára dreng í Sandgerði
Ekið var á sex ára gamlan dreng við Sandgerðisskóla í gær. Hljóp drengurinn í veg fyrir bifreið við skólann. Drengurinn var fluttur með sjúkrabíl á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en hann fékk að fara heim að skoðun lokinni. Hafði hann fengið högg á mjaðmirnar og var allur blár og marinn að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar í Keflavík.