Ekið á kött við Garðbraut
Ekið var á ársgamlan fress á Garðbraut í Garði í gærkvöldi og kötturinn skilinn eftir í götunni. Eigandi kattarins hafði samband við Víkurfréttir og lýsti óánægju sinni með umferðarmenninguna við Garðbraut og sagði marga ökumenn líta á Garðbrautina sem hraðbraut og að einungs væri tímaspursmál hvenær ekið yrði á fólki á þessum slóðum.
Eigendur kattarins komu að honum dauðum á Garðbrautinni í gær þar sem hann var skilinn eftir en kötturinn var merktur og því hefði ökumaðurinn vel getað látið vita af slysinu.
VF-mynd/ myndin tengist fréttinni ekki