Ekið á konu á Hafnargötunni í nótt
Rétt fyrir kl. 03 í nótt varð umferðarslys á Hafnargötu á móts við hús nr. 33. Þar var ekið á unga konu, sem var að fara yfir götuna. Konan kenndi til í vinstra læri, hægra hné og var með skurð á hendi. Hún var flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Hún reyndist ekki alvarlega slösuð og fékk að fara til síns heima að skoðun lokinni.