Ekið á hund í Njarðvík
Í gærkvöldi var keyrt á hund sem hljóp í veg fyrir bifreið í Njarðvík. Líklegt er talið að hundurinn hafi fótbrotnað, en engar skemmdir urðu á bifreiðinni. Fimm ökumenn væru kærður fyrir of hraðan akstur í gærkvöldi og þrír voru kærðir fyrir að hafa ekki ökuskírteini meðferðis. Þá tóku lögreglumenn skráningarnúmer af fimm bifreiðum þar sem ábyrgðartrygging þeirra var fallin úr gildi.