Ekið á hjólreiðamann - lögreglan leitar ökumanns
Ekið var á hjólandi vegfaranda í nágrenni við gatnamót Hólmgarðs og Vesturgötu í Reykjanesbæ um kl. 13 í dag. Ökumaður bifreiðarinnar ræddi við hjólreiðamanninn á ensku. Líklega vegna misskilnings hélt ökumaðurinn áfram og því er ekki vitað hver hann er. Þeir sem hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögreglustöðina á Hringbraut í síma 420-1800.