Fimmtudagur 6. október 2011 kl. 19:48
Ekið á dreng í Vogum
Ekið var á 10 ára gamlan dreng í Vogum nú undir kvöld. Voru lögregla og sjúkrabíll kölluð til. Drengurinn slasaðist ekki alvarlega en hlaut skurð á enni og mar.
Drengurinn mun hafa verið gangandi og bifreiðin sem ók á hann var ekki á mikilli ferð.