Miðvikudagur 6. júlí 2005 kl. 10:12
Ekið á dreng í Grindavík
Um kl. 13:30 í gær var ekið á 10 ára dreng á Víkurbraut í Grindavík. Var drengurinn á hjólaskautum og kom af Staðarhrauni og út á Víkurbraut í veg fyrir bifreiðina. Drengurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild í Fossvogi en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg.