Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekið á blómaker og ljósastaur
Föstudagur 8. mars 2013 kl. 11:03

Ekið á blómaker og ljósastaur

Ökumaður, sem ók bifreið sinni á ljósastaur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöld hlaut sár á báðum höndum eftir stýrið, auk þess sem hann kenndi eymsla eftir öryggisbeltið. Bifreiðin hafði lent í snjóruðningi í vegkanti og missti ökumaðurinn við það stjórn á henni með fyrrgreindum afleiðingum.

Annar ökumaður ók á endaði för sína uppi á steyptum kanti inni á lóð í Njarðvík. Dráttarbifreið var fengin til að losa bílinn. Þriðja óhappið varð með þeim hætti að bifreið var ekið utan í blómaker sem staðsett er við Frímúrarastúkuna Sindra. Síðarnefndu ökumennirnir tveir sluppu án meiðsla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024