Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekið á bíl við SpKef
Þriðjudagur 26. apríl 2005 kl. 09:42

Ekið á bíl við SpKef

Í gærmorgun var ekið utan í bifreið af gerðinni Subaru Impreza á bílastæði utan við Sparisjóðinn í Keflavík. Eigandinn hafði lagt bifreiðinni í stæði við Kirkjuveginn, vestan megin við Sparisjóðinn. Rispur voru á afturstuðaranum og stuðarinn var genginn til.  Subarubifreiðin er blágræn að lit.
Eru hugsanleg vitni beðin um að hafa samband við lögreglu í síma 420-2450.

Þá var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut á dagvaktinni. Mældur hraði var 118 km þar sem hámarkshraði er 90 km. Fjórir ökumenn voru kærðir fyrir að vera ekki með öryggisbelti spennt við aksturinn. Einn af þeim var að auki kærður fyrir að tala í farsíma við aksturinn án þess að nota handfrjálsan búnað.

Í nótt var einn ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Mældist hraði hans 119 km. þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024