Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Ekið á bíl sem var í ökukennslu
    Frá árekstrinum í Grænásbrekkunni í gærkvöldi.
  • Ekið á bíl sem var í ökukennslu
Föstudagur 25. september 2015 kl. 15:32

Ekið á bíl sem var í ökukennslu

Nokkur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Í gærkvöld var bifreið ekið á aðra á Grænásvegi í Njarðvík. Verið var að nota síðarnefndu bifreiðina við ökukennslu og var nemandinn að æfa sig að taka af stað í brekku þegar óhappið varð. Ökumaðurinn sem því olli kvaðst hafa blindast af sól. Engin slys urðu á fólki en dráttarbifreið þurfti til að fjarlægja bifreiðarnar.

Þá barst lögreglu tilkynning um að stuðlaberg sem er við bifreiðastæðin framan við Hljómahöllina í Njarðvík hefði verið ekið niður. Á myndbandsupptöku af atvikinu sást þegar bifreið var ekið úr stæði og á grjótið með þeim afleiðingum að það losnaði upp og féll á hliðina. Haft var samband við umræddan ökumann.

Loks var bifreið ekið inn í hlið annarrar á gatnamótum Þjóðbrautar og Njarðargötu í Keflavík. Engin slys urðu á fólki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024