Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 19. apríl 2002 kl. 09:31

Ekið á bifreið og stungið af

Ekið var á kyrrstæða bifreið fyrir utan Vatnsnesveg 3 í gærkvöldi. Tjónvaldurinn stakk af og hefur lögreglan í Keflavík óskað eftir vitnum og eru þeir sem geta gefið upplýsingar um málið vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 420-2400. Þá var ökumaður tekinn á 102 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst á Reykjanesbraut í gærkvöld. Annars var rólegt á lögregluvaktinni í gær og í nótt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024