Ekið á bifreið og stungið af
Ekið var á bifreið við Hringbraut í Keflavík í nótt. Önnur hlið bifreiðarinnar var mikið skemmd. Tjónvaldurinn stakk af frá vettvangi og hefur ekki fundist.Þá voru fimm ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Keflavík í nótt.