Ekið á barn við Guðnýjarbraut
Ekið var á barn við Guðnýjarbraut í Innri Njarðvík á sjöunda tímanum í kvöld. Samkvæmt upplýsingum lögreglu hljóp barnið í veg fyrir bifreið sem ekið var um götuna.
Ekki er vitað um meiðsl á barninu að svo stöddu en barnið var flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahús í Reykjavík.
Myndin er tekin á vettvangi slyssins nú í kvöld. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson